Tennisakademía TFK

Um akademíuna

ATH – Fyrir iðkendur sem ekki æfa með TFK, TFG eða TFH þarf að tala við Milan DK yfirþjálfara til að komast að því hvaða tími hentar iðkenda best.

Fyrir 5 vikna námskeið þarf að láta vita hvaða vikur iðkandi vill spila.

Hægt er að velja fleiri en eina staka viku.

Tennisakademían er 10 vikna “High Performance” hámarks árangurs tennis akademía sem haldin verður í Tennishöllinni í Kópavogi. Akademíu prógrammið er ætlað lengra komnum börnum og unglingum sem vilja nýta sumarið og koma tennisleik sínum á næsta stig.

Akademían verður í gangi 10. júní – 16. ágúst.

Uppsetning: Þriggja klukkustunda vel skipulagðar æfingar frá mánudegi til föstudags annaðhvort frá 9:00 til 12:00 eða 13:00 – 16:00 – Mikil áhersla lögð á tækni, taktík, hugarþjálfun og líkamsrækt.

Daglegar tennistengdar þemur – Vellir, Keppnisboltar, og allur búnaður innifalinn.

Pizzaparty annan hvern föstudag!

Skráning er hafin!

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða námskeið.

ATH Skráningarvalmöguleikar eru margir, neðst á skráningarsíðunni er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu.