Tennisæfingar vor 2024

Tennisfélag Kópavogs, Tennisfélag Garðabæjar og Tennisfélag Hafnarfjarðar halda sameiginlegar tennisæfingar fyrir börn og unglinga í Tennishöllinni í Kópavogi í vor. Hægt er að velja hversu oft viðkomandi æfir en mælt er með að allir séu a.m.k. tvisvar í viku. 

Við bjóðum alla krakka og unglinga velkoma!

Vantar þig frekari upplýsingar?

Þú getur haft samband við Sindra, íþróttastjóra í síma 564-4030 eða haft samband með því að senda póst á sindri@tennishollin.is

Æfingar hefjast 4. janúar 2024 og standa til 31. maí. 

Upplýsingar um: Verð og skráningu æfinga.

Frístundastyrkur

Til þess að ráðstafa frístundastyrk þarf að skrá sig hjá viðeigandi tennisfélagi sem má finna neðst á síðunni, en ætlast er til að forráðamenn skrái iðkendur sjálfir í gegnum Sportabler kerfið. Það er gert í tveimur skrefum, ef æfingargjöld eru ekki greidd í gegnum Sportabler verður sendur greiðsluseðill fyrir allri upphæð æfingagjalda. Það er gert til þess að gæta að upplýsingar um tengilið séu réttar að hverju sinni og veita forráðamönnum betri yfirsýn og utanumhald yfir æfingar iðkenda. 

Æfingar, æfingatímabil og samskipti

Æfingatímabil eru frá 4. janúar til 31. maí. og 1. september til 17. desember. Greitt er fyrir hverja önn fyrir sig.

 Best er að skrá sig áður en æfingar hefjast en ef einhverjir eru í vafa um hvaða tímar henta þá má ræða við þjálfara eða senda póst á sindri@tennishollin.is. 

Helstu samskipti varaðandi æfingar, t.d. upplýsingar vegna mótshalds eða ef æfing fellur niður fer fram í gegnum skilaboðakerfi Sportabler. Til að fá skilaboð þá þarf að vera búið að greiða fyrir æfingar.

Klári forrráðamaður ekki greiðslu fyrir iðkanda mánuð eftir að æfingar hefjast þá verður sendur greiðsluseðill vegna æfinganna.

Verðskrá

Hægt er að velja um fjölda æfingatíma og miðast upphæð æfingagjalda við fjölda klukkustunda í viku eins og sjá má á töflunni hér að neðan. 

Skráning á afreksæfingar á að vera í samstarfi við þjálfara.  Innifalið í verði afrekshópa er keppnisgalli auk áskorendakeppni 17:30-19:30 alla laugardaga nema þegar mót eru haldin en þá eru iðkendur hvattir til að taka þátt í þeim. Auk þess er einkatími innifalinn með afreksþjálfaranum Jón Axel.

Vor 2024

 

Fjöldi tíma á vikuVerð vor 2024Afreksæfingar + áskorendakeppni
1 – 1.5 klst5990074900
2.1 – 3 klst89900104900
3.1 – 4 klst113900128900
4.1 – 5 klst129900144900
5.1 – 6 klst143900158900
6.1 – 7 klst154900169900



Mini tennisVerð vor 2024
1 klst á viku49900
2 klst á viku74900
3 klst á viku89900
SkólatennisVerð vor 2024
Snælandsskóli 1x í viku29900
Snælandsskóli 1x í viku29900

Systkinaafsláttur er 10% fyrir öll systkini. 

Veldu bæjarfélag fyrir frekari upplýsingu og skráningu á æfingar

Vantar þig frekari upplýsingar?
Þú getur haft samband við Sindra, íþróttastjóra í síma 564-4030.